Úr dótakassanum mínum
Eins og áður hefur komið fram er ég að dunda mér við að koma mér upp ættarsilfri (eða reyndar ættar-silfurpletti, hef tæpast efni á the real thing). Þar sem mínar ættir hafa lítið verið í silfursöfnun hingað til verð ég að notast við silfur úr annarra manna ættum. Eitthvað hefur fundist í Góða hirðinum en annars eru það enskar ættir sem hafa lagt mér mest til í gegnum ebay.co.uk.
Ég hef að sjálfsögðu mest gaman af að eignast einhverja óvenjulega hluti. Helst eitthvað sem fæstir vita til hvers er ætlað. Skeiðahitara og svona (nei, ég á engan enn - en ég er með augastað á nettum Stiltonspaða. Og þá skiptir litlu þótt ég beri ekki fram Stiltonost nema svona tvisvar á ári.
Hér er eitt sýnishorn, vitið þið hvað þetta er?