Svall í Kvennaskólanum?
Ég fer að halda að það hafi verið sukksamt í Kvennaskólanum hér á árum áður. Ekki nóg með koníakið í kleinunum, hér er uppskrift að brauðsúpu, alveg hefðbundin nema í hana er notað romm eða koníak til bragðbætis. Og sérrí í makkarónusúpuna. Og madeira eða hvítvín í sveppasósuna. Koníak eða sérrí í hassíið. Bæði rauðvín og hvítvín í gúllasið. Hvítvín og líkjör í ávaxtasalatið. Maraschino-líkjör í vanilluísinn með marensinu. Hvítvín í appelsínufrómasið og triflið og heil flaska af víni (og hálft kíló af súkkulaði) í hofdesertinn.
Og þetta var á bannárunum.