Aspergerprófið
Ég minntist um daginn við einhverja á einhverfupróf sem ég fann einu sinni á netinu og tók.
Ég fann það aftur og niðurstaðan varð svipuð. Meðalskor kvenna er 15 stig af 50 en ég fékk 30; 23-31 flokkast sem ,,above average". Flestir sem eru með Aspergerheilkenni fá í kringum 35. Ég er kannski ekki alveg Jerry Espenson en það er stutt í hann.