Nei, ég hef engan áhuga á mat ...
Stóra matreiðslubókin sem ég hef verið að þýða frá því í haust er loksins að fara í prentsmiðju þessa dagana. Svo er ég á fullu að undirbúa matreiðslubók sem ég tók að mér að semja. Og matreiðslubók sem ég skrifaði (eða reyndar þýddi eigin texta af ensku yfir á íslensku) í haust er að koma í búðir í mánaðarlokin. Og þrjár af bókunum mínum eru í endurprentun. Og ég er með slatta af aukaverkefnum í gangi af því að ég kann ekki að segja nei (tókst það samt um daginn svo að þetta er allt að koma).
Í tilefni af þessu öllu er ég í verulega miklu rísottóskapi í dag. Held ég útskýri það ekkert nánar en fjölskyldan er að koma í kvöldmat svo að það er eins víst að ég bjóði þeim upp á rísottó. Fyrst ég á hvítvín ...
Rísottó með kindafilleti, dverggulrótum, spergli, grænum ertum og basilíku ... hvernig hljómar það?