Cheiro leysir gátuna
Ég áttaði mig allt í einu á því hvernig stendur á þessu veseni með bókasendinguna.
Það er nefnilega bók í pakkanum sem fjallar um matargerð Forn-Egifta. Það er ábyggilega einhver múmíubölvun á sendingunni.
Ég hef alltaf verið spennt fyrir múmíubölvununum síðan ég las Sannar kynjasögur eftir Cheiro á viðkvæmu aldursskeiði. En aldrei orðið fyrir barðinu á þeim fyrr.
Vonandi kemst ég ekki næst í kast við afskornu höndina og hvað það nú var sem Cheiro (alias Louis Hamon, greifi og miðill) fabúleraði um í sínum bókum.