Kveðja frá Heklu
Fermingarbarnið bað mig að koma til skila kveðju til allra sem lesa bloggið og voru í veislunni hennar í gær:
Kærar þakkir fyrir að koma í ferminguna mína, góðar gjafir og frábæran dag :)
kveðja Hekla
Meira að segja bróður hennar fannst gaman. Hann var reyndar orðinn eitthvað þreyttur á fermingarveislum, búinn að fara í þrjár á síðustu vikum, og ætlaði ekki að fást til að mæta í fermingarveislu systur sinnar. En hann var bara nokkuð ánægður með þessa.