Fulltrúi Íslands á listanum yfir bestu veitingastaði heims
Ókei, ég hef ekki borðað á mörgum stöðum á nýja listanum yfir bestu veitingastaði í heimi. Eiginlega bara á Noma, og þó ekki því að það var ekki á veitingastaðnum sjálfum, heldur í veislusalnum þeirra. En ég hef reyndar borðað hjá René Redzepi oftar.
Svo hef ég setið til borðs með Andoni Aduriz, yfirmatreiðslumeistara á Mugaritz, sem er þarna kominn í 7. sæti. Ábyggilega vænsti drengur en þar sem hann talar líklega ámóta mikið í ensku og ég í spænsku varð fátt um samræður.
Ég er alltaf á leiðinni á St. John en það hefur einhvernveginn aldrei orðið úr því ennþá.
Annars veit ég ekki með þennan lista. Árið 2002 var nefnilega veitingastaðurinn ,,Blue lagoon, Iceland" í 44. sæti. Á lista yfir bestu veitingastaði heims. Maður spyr sig ... Ég meina, ég borðaði í Bláa lóninu það ár, að mig minnir. Ágætis matur, en ...