Grænu skrefin ...
Ég sá þetta á mbl.is - um fækkun á strætóferðum:
,,Um sé að ræða lengingu á biðtíma á milli ferða og verður biðtími á sumum leiðum allt að 30 mínútum í stað 15 mínútna venjulega."
Ef einhver í umhverfisráði ferðaðist nú einhverntíma með strætó, þá mundi fólk kannski vita að strætó gengur alls ekki á 15 mínútna fresti núna og hefur ekki gert í 1-2 ár. Vagnarnir ganga flestir á 20 mínútna fresti á virkum dögum. 30 mínútna um helgar.
Þetta heitir að laga leiðakerfið að þörfum notenda.
Ég ætla nú að reyna að labba sem mest í vinnuna í sumar. Ef veðrið verður sæmilegt.
Það verða græn skref.