Þýskuséníið
Ég var spurð áðan hvernig þýskukunnátta mín væri. Mér vafðist eiginlega tunga um tönn en sagði þó eins og satt er að ég gæti allavega lesið mataruppskriftir á þýsku.
Ég hugsa samt að ég eigi enn metið í MA í því að sitja styst í skriflegu þýskuprófi og ná því samt. Tæpar tíu mínútur. Ein bekkjarsystir mín sagðist varla hafa verið búin að skrifa nafnið sitt þegar ég stóð upp og skilaði prófinu; hún fékk sjokk því að hún hélt að hún hefði dottið úr sambandi og klukkutími væri liðinn ...
Mig minnir að ég hafi þurft að fá 3 í einkunn til að ná.