Unglingaheimilið
Af því að ég var að horfa á Ísland í dag áðan ...
Einu sinni þekkti ég mann sem var að vinna á Unglingaheimilinu í Kópavogi. Níunni nánar tiltekið. Og seinna í Efstasundi. Þetta var um og uppúr 1985. Stór og sterkur maður, yfir 1,90 á hæð og vel þrekinn. Tók mikið af næturvöktum. Alltaf kallaður til þegar þurfti að hafa hemil á einhverjum sem taldir voru erfiðir. Til dæmis til að teipa á þeim hendurnar og teipa þá niður í rúm með límbandi. Slóst stundum við krakkana, sagði hann; annað væri ekki hægt, þau væru snarbrjáluð. Einhverjir hótuðu honum, ætluðu að koma heim til hans með sjö manns og barefli; minna ekki talið duga til að ráða örugglega niðurlögum hans. Þennan mann er nýbúið að dæma í skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldisbrot.