Bjór, klám og sápuóperur
Ég fór á afhendingu Hagþenkisverðlaunanna í dag, er alltaf boðin þangað sem fyrrum verðlaunahafi. Þar var margt rætt (alltsvo ekki á afhendingunni sjálfri, heldur að henni lokinni). Meðal annars um bjór, klám og brasilískar sápuóperur. Undarlegustu menn reyndust merkilega fróðir um sápuóperur. Brasilískar sem aðrar.
Á eftir fór ég með bróður mínum og mágkonu á Sögu (nei, kom klámumræðum ekkert við) og dró svo Gunnu með mér á Ósushi og að lokum á Vínbarinn, þar sem við vorum einu gestirnir.
Annars bar fátt til tíðinda í dag. Maður sem ég ætlaði að hringja í hringdi í mig að fyrra bragði og annar sem ætlaði að hringja í mig hringdi ekki.
Já, og ég festi mér húsnæði fyrir væntanlega afmælisveislu. Meira um það seinna.