Matreiðslubókaskrásetning
Ég hef svosem vitað lengi að skrásetningin á matreiðslubóksafninu væri ekki í 100% lagi; kannski ekki skrítið þegar það var dreift út um alla íbúð og auk þess að hluta til uppi á Höfða (og þar áður vestur á Seljavegi).
Nú er það komið allt á einn stað (eða tvo, þ.e. það er í tveimur herbergjum) og ég er að byrja að fara yfir skráninguna. Í fyrstu tveimur hillunum - sem ég er ekki búin að fara rækilega yfir - hef ég þegar fundið tíu bækur sem ekki voru á skránni. Það eru bara 38 matreiðslubókahillur eftir.
Mig grunar að ég eigi mun fleiri matreiðslubækur en þessar 1500 sem ég hélt að ég ætti.
(Hér kinka allir sem hjálpuðu mér að flytja ákaft kolli.)