Hógværar óskir
Við dóttursonurinn fórum í dótabúð í gær til að skoða úrvalið.
Það var dálítið merkileg lífsreynsla. Drengurinn benti mér á ýmislegt sem hann langaði í en gerði sér fullkomlega grein fyrir því hve raunhæf sú löngun var hverju sinni; um þónokkra hluti sagði hann: -Mig langar í svona en það er svo dýrt (án þess þó að spyrja mig um verð, þetta var hans eigið mat og yfirleitt hárrétt) - og skoðaði það svo ekkert nánar. Beindi athyglinni að hlutum sem hann sjálfur taldi raunhæft að ég mundi fáanleg til að setja í jólapakkann.
Þegar við gengum út úr búðinni spurði ég hvað hann langaði nú mest í af öllu sem við höfðum skoðað.
-Sverðið með skrímslinu, sagði hann.
Þetta skrímslasverð kostaði eitthvað um 400 krónur. Enginn sautján þúsund króna Skelfir á dagskrá hér á bæ ...