(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

15.3.06

Hóstinn er til allrar hamingju eitthvað að minnka. Sem er eins gott, síðustu dagana er ég búin að hafa áhyggjur af því að ég verði enn slæm af bronkítis þegar ég fer í aðgerðina á föstudaginn, fái skyndilega svæsið hóstakast í miðri aðgerð og leysigeislinn lendi einhvers staðar úti í augnakrók ... Vinnufélagarnir bentu mér þá á að þar með gæti ég slegið tvær flugur í einu höggi, fengið lýtaaðgerð í kaupbæti og losnað við hrukkurnar. Ég er bara svolítið hrædd um að leysiaðgerð sem stýrt er af hóstaköstum gæti orðið eilítið ómarkviss.

Annars fór ég að rýna á andlitið á mér í spegli, sem ég er nú venjulega ekki að gera mikið - síst þann hluta þess sem venjulega er á bak við gleraugun - og það rann upp fyrir mér að ég er nú bara með frekar lítið af hrukkum í kringum augun, miðað við sumar jafnöldrur mínar. Bauga undir augunum, jú, en afskaplega lítið af broshrukkum. Reyndar er ég svoddan fýlupúki að ég geri yfirleitt ekki mikið af því að brosa en ég held að reykleysi og andúð á sólböðum eigi meiri þátt í hrukkuleysinu.

Æi, fjandinn, þarf ég nú að fara að hafa meiri áhyggjur af þessu þegar ég er orðin gleraugnalaus ...

|