Ég sé að það er að byrja ný þáttaröð um Dalziel og Pascoe, sem er bara hið besta mál. Nema ég var að lesa dagskrárkynninguna á textavarpinu og þar segir um Dalziel að hann sé ,,feitur miðaldra raunsæismaður, allt að því kaldhæðinn á köflum." Hmm. Að segja að Dí-el sé ,,allt að því kaldhæðinn á köflum" er eins og að segja að Magnús Scheving sé allt að því ofvirkur á köflum. Eða eitthvað.
Bankinn minn hringdi áðan til að láta mig vita að ég væri svo góður viðskiptavinur að þeir ætluðu að færa mig upp í einhver sérkjör og gefa mér einhverja fína gjöf. Öðruvísi mér áður brá.