,,You can't get much colder than Iceland in winter," stendur í febrúarblaðinu af Waitrose Food. Pþvu, þeir ættu nú bara að prófa að vera hér núna, held að það sé andskotakornið ekki mikið kaldara en í London. Allavega ekki þegar farið er að hita göturnar upp með jarðhita eins og Reykjanesbrautina í morgun.
Mig minnir endilega að svona hafi það verið - bara á aðeins minni skala - á Sauðárkróksbraut í gamla daga þegar maður var að aka frá Varmahlíð. Þar rann heitur lækur í ræsi undir veginn. En kannski misminnir mig.
Waitrose Food segir líka að sala á súrkáli (sauerkraut) hafi rokið upp í fyrra af því að einhverjar rannsóknir hafi bent til þess að það geti virkað vel sem vörn gegn fuglaflensu. Hmmm.
Og að kaplamjólk sé að verða vinsæl í Belgíu og þar séu meira en 30 framleiðendur. Belgar eru náttúrlega svolítið séráparti.
Spurning hvort er jafnmikið að marka þessar tvær seinni fullyrðingar úr blaðinu og þá fyrstu.