Mig langar eiginlega í flest annað en bollur í dag.
Ef ég væri að fá fólk í mat mundi ég sennilega steikja kjúkling og styðjast við uppskrift frá Simon Hopkinson (hann skrifaði jú þá frægu bók Roast Chicken and Other Stories, sem ég hef minnst á hér og víðar).
En af því að ég er ein í mat og svo er nú sprengidagurinn á morgun er ég meira að hugsa um tagliatelle með basilíku-hnetusósu. Eða bara sítrónusósu.
Ekki bollur. (En reyndar pantaði ég fiskibollur í hádegismatinn.)