Mér var boðið í mat í gærkvöldi, aldrei þessu vant. Fékk afskaplega góðan viðurgjörning í mat og drykk hjá Hildigunni og Jóni Lárusi - og það er alveg rétt, ég var algjörlega búin að fá yfir mig í bili af fansí samsetningum þannig að ég efast um að flóðhestur hefði fallið í kramið. Maturinn var allavega góður, vínin enn betri og félagsskapurinn bestur. Takk fyrir mig!
Í dag er svo mín árlega bolluveisla. Fastagestum er bent á að vegna leti húsmóðurinnar er óvíst að það verði til neinar bollur fyrr en um fjögurleytið en það er allt í lagi að koma fyrr ef þannig stendur á. Boltastelpan ætlar líka að koma askvaðandi á eftir og hjálpa til við bollubakstur. Hún er nú rösk svo að það getur vel verið að með hennar aðstoð verði bollurnar komnar mun fyrr á borðið en ella.
Það verða ekki gerðar neinar tilraunir til að nálgast '89-bollukremið að þessu sinni.