Ég spurði efnafræðistúdentinn áðan hvort hann kæmi ekki örugglega í saltkjöt og baunir á morgun. Hann kvað náttúrlega já við því en sagðist ekki viss um að skylmingastúlkan kæmist.
Móðirin: -Það gerir ekkert til, það verður nóg til.
Efnafræðistúdentinn: -Hmpfh, það væri þá eitthvað nýtt.
Móðirin: -Láttu ekki svona, það var sko nóg til í fyrra.
Efnafræðistúdentinn: -Nei, það var of mikið í fyrra.
Þið sjáið hvað ég þarf að stríða við.