Fólk hefur eitthvað verið að gera lista yfir mat sem það borðar ekki, með ýmsum tilbrigðum. Hér eru mínir listar, þeir eru frekar stuttir:
Matur sem mér finnst svo vondur að ég borða hann alls ekki:
Man ekki eftir neinu.
Matur sem mér finnst ekkert vondur en ég borða samt ekki:
Reykt ýsa.
Matur sem ég er ekkert að sækjast neitt eftir en mundi borða ef einhverjum dytti í hug að bjóða mér:
Kæst skata.
Matur sem ég get vel borðað en sé enga sérstaka ástæðu til að láta ofan í mig:
Tofu.
(Ókei, þessi listi gæti verið mun lengri, það eru ýmsar unnar vörur og skyndibitar sem gætu svosem fallið hér undir - en ég borða þetta allt ef ég er svöng og ekki annað í boði.)
Þá er það nú eiginlega upptalið, held ég. Man allavega ekki eftir fleiru í fljótu bragði.