Þau voru söm við sig.
Uppáhaldstengdasonurinn (um leið og sest var að borðum): -Jæja, er ekki best að byrja á kvörtunununm? Það er of mikið af súpu.
Sauðargæran: -Súpan er heit!
Efnafræðistúdentinn: -Baunasúpan er of þunn.
Amman: -SÚPAN ER ÞUNN AF ÞVÍ AÐ Í FYRRA VAR KVARTAÐ YFIR AÐ HÚN VÆRI OF ÞYKK!
Boltastelpan: -Er þetta allt kjötið?
Amman: -Ég keypti 1,7 kíló af saltkjöti og ég tímdi sko ekki að kaupa meira af því að það er svo dýrt. Þið getið bara borðað meiri súpu.
Sauðargæran: -Ég vil meiri ávexti í súpuna mína en það á ekki að vera gulrætur og ekki rófur og ekki kartöflur.
Boltastelpan: -Þetta er samt rosalega góð súpa, amma.
Sauðargæran: -Amma, þú býrð til besta mat í heimi og ég ætla að búa hjá þér þegar ég verð stór. En ég vil ekki borða meira af súpunni minni.
Jamm.
Sauðargæran: -Af hverju heitir þetta sprengidagur?
Amman: -Af því að allir borða svo mikið að maginn á þeim er nærri sprunginn.
Sauðargæran: -Jaaaá. (Fer að skoða magann á ömmu sinni.) -Þú ert ekki að springa.
Amman (reynir að þenja út kviðinn): -Jú, sjáðu bara, maginn er víst að springa.
Sauðargæran: -Nei, hann springur ekki fyrr en maður verður 50 kíló. Þú ert ekki 50 kíló, amma.
Amman: -Nei, ekki nákvæmlega.
Sauðargæran (skoðar kviðinn á frænda sínum): -Hjalti er 50 kíló.
Úbbs.