Mig vantar svona. Eftir að efnafræðistúdentinn flutti að heiman þarf ég að standa upp tvisvar þegar ég ætla að hita mér kaffi - fyrst til að setja vatnið í ketilinn og kveikja á honum, svo aftur til að hella vatninu í þrýstikönnuna - en ef ég ætti svona ketil gæti ég bara setið kyrr við tölvuna, sent katlinum SMS og staðið upp þegar vatnið sýður.
Æi, nei, það þarf víst að setja vatn í ketilinn. Og mala kaffið og setja það í könnuna.