Ég er að lesa bókina Matur og matgerð, sem ég nefndi í gær að ég hefði eignast. Margar uppskriftirnar gætu alveg eins verið úr íslenskri matreiðslubók frá sama tíma en aðrar eru auðvitað ókunnuglegri. En auðvitað eru nöfnin mörg skemmtileg í augum Íslendinga. Hér eru til dæmis Nýrur í breyðbjálfa, Leskiligir munnbitar, Stoktur havhestur, Kamsur upp á pannu, Útlendskt góðaráð, Súltutoyspungar og Visnaður lundi.
Það væri nú gaman að vita hvaða íslensk matarheiti Færeyingum þykja sérlega skondin.