Ég var að lesa einhverjar fréttir af örverum í Bónusremúlaði. Auðvitað ætti ég að hnussa hér og tauta eitthvað um að allir almennilegir gúrme-kokkar byggju sko til sitt eigið remúlaði. Ég er nú bara húsmóðir þannig að ég nenni því sjaldnast - eða öllu heldur: Ég get gert afbragðsgott sælkeraremúlaði en ef maður ætlar bara að fá sér pylsu með öllu, þá þarf ekkert gúrme-heimagert remúlaði. Þá notar maður Gunnars. Nema hvað.
(Þegar hér er komið sögu fer ég fram í eldhús og opna ísskápinn til að gá hvort remúlaðið mitt sé ekki örugglega Gunnars en ekki Bónus. Jú, auðvitað.)
En nú þarf ég að skreppa í Bónus til að kaupa efniviðinn í kjötbollurnar sem ég ætla að fara að elda.