Ég vaknaði í morgun við Danska lagið í útvarpinu.
Það eru danskar kjötbollur í hádegismatinn.
Þegar ég kom í vinnuna lá dönsk matreiðslubók opin á borðinu hjá mér (ókei, það er út af fyrir sig ekki tilviljun).
Og á eftir ætlar saumaklúbburinn að hittast á kaffihúsi til að ræða Kaupmannahafnarferðina sem við leggjum í á fimmtudaginn.
Þessi ferð er svosem búin að standa lengi til, við höfum verið að spá í hana öðru hverju árum saman. En þar sem það tók okkur hátt í aldarfjórðung að komast til Akureyrar var varla von til þess að af utanlandsferðinni yrði á næstunni, ég hélt jafnvel að það tæki okkur önnur 25. En nú var ákveðið að drífa í þessu ...
Og við eigum enn eftir að komast á Austurlandið til Tótu. Það gæti orðið um 2011 fyrst við erum nú byrjaðar á ferðalögum.