Ég skoðaði þessa viðurnefnabók úr Stykkishólmi (sem ég minntist á í fyrradag) í bókabúð í gærkvöldi og fannst lítið til koma. Hólmarar hafa greinilega ekkert hugmyndaflug í þessum efnum á við Króksara. Þarna var enginn Jón heitinn lifandi, engin Grimma-Gröð, engin Hörmung, enginn Óli Trabant, engin Magga Boggu Munda Valda Garðs, enginn Tréhaus eða Marsbúi, engin Fjörutía ...
Ég hef reyndar áður minnst eitthvað á viðurnefni á Króknum og víðar. Sem minnir mig á, hvað varð af þessari bók sem Raggi sót var að skrifa um viðurnefni á Akureyri?