(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

11.11.04

Var að fá nýjasta tölublaðið af breska matreiðslutímaritinu Olive. Jólablaðið alltsvo. Að sjálfsögðu er Christmas pudding á forsíðunni. Eða ,,figgy pud" eins og stendur í blaðinu. Þegar við á Gestgjafanum erum að vandræðast með hvað við eigum að setja á forsíðu blaðsins - eins og til dæmis núna með jólablaðið - þá öfundum við stundum þau á BBC Good Food, sem hafa verið með jólabúðing í einni eða annarri mynd árum saman og sumar myndirnar svo líkar að þær gætu verið af sama réttinum. Fólk kaupir það sem það þekkir og kannski ættum við bara að setja hangikjötslæri á forsíðuna á hverju jólablaði.

Svo er opnugrein í blaðinu: 20 things to do in Reykjavík ... so cold it's hot: Skoða norðurljósin (ókei, ekki í Reykjavík, fremur en sumt af því sem á eftir fer), borða skyr, fara í Kolaportið, drekka svartadauða, fá sér hvalkjöt hjá Úlfari, fara í Ostabúðina (the best deli in town), fara í Fylgifiska, í Bláa lónið, skoða Ásmundarsafn, fara í vélsleðaferð á Mýrdalsjökli, fara á klakabarinn á Kaffi Reykjavík, aka ,,the Golden Circle", fá sér kaffi í Te og kaffi á Laugaveginum (,,the real king on the Reykjavík coffee scene - ekki víst að allir séu sammála), gista á Nordica, fara upp í Hallgrímskirkjuturn, borða í Sjávarkjallaranum, fá sér brunch á Gráa kettinum, fara á Rex, Apótek eða Kaffibarinn, fara á hestbak.

Hey, ég gerði allavega fernt af þessu í síðustu viku.

|