Ég man eftir kvöldi á Borginni fyrir langalöngu þar sem við sátum, ég og minn fyrrverandi og Þórólfur Árnason bakari, og hann sagði okkur miklar sögur af rafstöðvunum í Vestur-Skaftafellssýslu sem voru smíðaðar af lítt menntuðum mönnum upp úr Håndbog for mekanikere - og sumar eftir minni af því að bókin var talin glötuð - og voru þá flestar enn í notkun. Og eru kannski enn í dag.
Það var skemmtilegt kvöld.