Jæja, þá er jólamaturinn frá í bili, það er að segja þar til ég byrja að undirbúa mín eigin jól. Reyndar á ég eftir að elda ris à l'amande seinna í vikunni en það telst eiginlega ekki með. Og skrifa uppskriftir og nokkrar greinar, auðvitað, en eldamennskan er að mestu búin.
Annars hef ég lítið eldað heima hjá mér að undanförnu, aðallega verið með leifar af hinum og þessum stórsteikum sem ég hef verið að elda í vinnunni. Ætli ég breyti ekki til í kvöld og útbúi eitthvað létt. Eða eitthvað mjög hversdagslegt.
Boltastelpan er svo búin að tilkynna mér að hún komi til mín í hádeginu á morgun og við förum á Búlluna hjá Tomma og fáum okkur hammara. Ég var búin að segja henni að koma til mín eitthvert hádegið í verkfallinu svo að við gætum skotist þangað. Þetta fórst svo fyrir og hún var ekki mjög hress með það. En nú er komið verkfall aftur og málinu bjargað.