Maturinn í kvöld var dálítil blanda af þjóðlegu og alþjóðlegu: Reykt skagfirskt folaldakjöt með kryddjurtakartöflustöppu og klettasalati. Passaði alveg ljómandi vel saman.
Annars er ég að lesa Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka frá 1916. Hér er uppskrift að ,,kartöplum soðnum í tólg" sem hljómar nú ekkert mjög spennandi en þegar farið er að rýna í uppskriftina eru þetta reyndar eins konar franskar kartöflur.