Ég brá mér yfir að Hólum áðan til að fræðast um matartengda ferðaþjónustu í Skagafirði og verkefnið Matarkistan Skagafjörður. Þegar þaðan kom gat ég náttúrlega ekki stillt mig um að bregða mér í Skagfirðingabúð og birgja mig upp af lókal matvælum, reyktu hrossakjöti, skagfirskri kæfu, taðreyktum silungi frá Bjarna á Hvalnesi og steiktu brauði úr Sauðárkróksbakaríi, meðal annars. Efnafræðistúdentinn fær veislu þegar ég kem suður.