Í tilefni af umræðum hjá Stefáni um mörk Norðurmýrar og útþenslustefnu Þingholtanna, þá fór ég að velta fyrir mér hvar ég byggi eiginlega. Sjálf tel ég mig búa á Skólavörðuholti, ekki í Þingholtunum, en hef orðið vör við að margir eru þeirrar skoðunar að Kárastígurinn sé í Þingholtunum og þau nái a.m.k. upp að Hallgrímskirkju ef ekki lengra. Ég hef svosem aldrei hugsað út í hvar mörkin liggi en allavega mundi ég telja Skólavörðustíginn og byggðina norðan við hann til Skólavörðuholtsins; líklega Lokastíg og Þórsgötu líka, og Freyjugötuna og þær götur allar. Kannski er þetta kolrangur skilningur hjá mér - eru einhver fastsett mörk þarna eða hvað finnst ykkur?
Ég get hinsvegar með engu móti litið á mig sem Austurbæing, enda las ég bækurnar um Gvend Jóns á viðkvæmu aldursskeiði.