Ég fatta bara ekki þetta með Austurbæjarbíó, það segi ég satt. Hvað er svona merkilegt við þennan kumbalda? Mér finnst húsið ljótt, ég sé ekki menningarsögulegu verðmætin í því, veit ekki hvað á svosem að gera við það eða hver á að kosta það og reka. Satt að segja held ég að það yrði landhreinsun að því. Meira vit í að þétta byggðina þarna, ég held að þetta gæti verið góður staður að búa á.
En ég sé bara ekki rökin fyrir því að leyfa ekki niðurrif, sorrí.