Átta kálréttir sem búið er að mynda standa inni í borðstofu en ég reikna með að eitthvað af þeim endi í tunnunni þar sem allar helstu kálætur sem ég þekki eru staddar úti á landi. Efnafræðistúdentinn er lítið fyrir kálmeti og þótt ég sé kálæta torga ég þessu ekki öllu ein. Einna best fanst mér hnúðkáls- og eplasalat sem var mjög frísklegt og bragðgott; ég held að það væri sérlega gott með kjúklingi en það fer örugglega vel við flestan grillmat. Ég set uppskriftina inn hér á eftir. Hnúðkál er afbragðsgott grænmeti sem þið skuluð endilega prófa ef þið hafið aldrei smakkað það.