Afmælisveisla Sauðargærunnar tókst vel eins og við var að búast, afmælisdrengurinn var kátur, fékk fjölda gjafa, lamdi og beit afmælisgestina ekkert að ráði og pissaði aldrei á sig. Veðrið auðvitað eins og best varð á kosið en afmælið var þó innandyra. Boltastelpan kom til mín í hádeginu og bakaði afmælisköku bróður síns nokkurn veginn ein.
Það vakti athygli mína að hann bað hina ömmu sína að snýða hjólinu fyrir sig þegar hann var að æfa sig að hjóla á ganginum. Við skildum fyrst ekki hvað hann var að meina, héldum helst að hann vildi fara að smíða hjólið eða gera eitthvað við það með smíðatólunum sínum. En svo kom upp úr dúrnum að hann vildi láta snúa því.