Mér finnst afskaplega gaman að elda úr nýstárlegu grænmeti sem ég þekki ekki. En mér finnst eiginlega enn meira gaman að elda eitthvað nýtt og spennandi úr gamalkunnu og ,,hallærislegu" grænmeti eins og rófum, hvítkáli, kartöflum, blómkáli og þess háttar. Og það er ég einmitt að fara að gera næstu daga.
En í kvöld eru það semsagt rifin. Og það er mun grill-legra úti núna en var í gær.