Ég heyrði auglýsingu í útvarpinu áðan: Hver er rauðhærðasti Íslendingurinn? Það var verið að auglýsa keppni, á Skaganum að ég held, og verðlaunin fyrir að vera rauðhærðastur eru ferð til Írlands. Allt í lagi með það nema svo var hnýtt aftan við auglýsinguna: Ísland, sækjum það heim.
Er ekki einhver þversögn í þessu? Átak til að efla ferðamennsku innanlands og það er utanlandsferð í verðlaun?