Lamb í ólífusósu
1 kg súpukjöt
2 msk ólífuolía
1 rauðlaukur
100 g svart ólífumauk (tapenade)
150 ml rauðvín
1 rósmaríngrein
nýmalaður pipar
kartöflur
Kjötið skorið í minni bita og brúnað vel á öllum hliðum í olíunni. Laukurinn skorinn í stóra bita og settur út í. Tapenade, rauðvíni, rósmaríni og pipar hrært saman við og látið malla við mjög vægan hita undir loki í 45-60 mínútur. Kartöflurnar afhýddar, bætt í pottinn og látið malla í hálftíma í viðbót.
Ég var með uppskrift í huga þar sem er bara lambakjöt og ólífumauk, ekkert annað. En ég ákvað nú að bæta aðeins við.