Allt sem Íslendingar gera eða lenda í erlendis og kemst í héraðsfréttablöð þar hefur löngum þótt blaðamatur hér heima, hversu lítilvægt sem það er. Til dæmis ef stelpa sem er íslensk í móðurætt vinnur barnafegurðarsamkepni í Flagstaff eða einhvers staðar, þá kemur örugglega mynd í Mogganum.
En þetta gildir víst ekki bara um fólk. Eða hefði þetta komist í blöð á Íslandi ef hestarnir hefðu til dæmis verið finnskrar ættar?
,,Ók dráttarvél að hópi ungra stúlkna á íslenskum hestum
Bálreiður sænskur bóndi ók dráttarvél sinni á hóp ungra stúlkna sem voru í útreiðartúr á íslenskum hestum í Rättvik í vikunni. Engan sakaði en bóndinn hefur verið kærður til lögreglu fyrir hótanir, illa meðferð á dýrum og fyrir að meiða hugsanlega keppnishest, sem metinn er á um tvær milljónir króna." (mbl.is)