Ruslpóstur er ekkert sérlega skemmtilegur, hvorki hefðbundinn póstur né tölvupóstur. En ég hef ekki fyrr heyrt um að hann valdi beinlínis slysum. Að vísu bara á hundi. En reyndar var ég nærri dottin á hálku hér fyrir utan á dögunum þegar ég var á leið út í ruslatunnu með fangið fullt af ruslpósti (við erum með kassa í forstofunni og nánast allur ruslpóstur sem kemur í húsið - oftast í fjórum eintökum því að það eru fjórar íbúðir í húsinu - fer beint í þennan kassa og er ekki einu sinni litið á hann.
Æi, fjárinn. Kannski missti ég af gullnu tækifæri til að fara í mál við Hagkaup, Bónus, Nóatún, Leikbæ, Rúmfatalagerinn, Byko og einhverja aðra sem ég man ekki hverjir eru.