Hawaii Kona Extra Fancy. Alveg suddalega gott kaffi ... hvernig getur líka kaffi sem heitir eitthvað ,,extra fansí kona" verið annað en gott, eins og einhverjir brandarakarlar voru að tauta hér á aðfangadag. Gjöf frá uppáhaldstengdasyninum.
Ég fór í bæinn áðan. Það var háskaferð, bæði hrekst maður víða út á götu af því að gangstéttir eru ófærar og svo er víða snjóflóðahætta, blautar og þungar snjódyngjur að hrynja í heilu lagi niður af bröttum þökum. Enn meiri ástæða til að ganga á götunni. Djúpir, blautir skaflar, krap og hálkublettir á milli. Gaman.
Ég er búin að uppgötva hvað er það eina sem mig vantar virkilega á útsölunum eftir áramótin: Kuldaskór. Eða kannski bara vaðstígvél. Hvað ætli hafi orðið af gömlu stígvélunum mínum?
Mikið skelfing getur verið gott að fá sér kaffi eftir svona ferð. Og það ekkert venjulegt kaffi.