Snillingnum honum dóttursyni sínum tókst að læsa sig einan inni heima hjá sér áðan og var ekki bjargað fyrr en eftir rúmt korter. Mamma hans skrapp lyklalaus út í bakarí, systir hans skaust fram á stigapall til að athuga póstinn. Sauðargæran sá sér leik á borði og skellti í lás. En í stað þess að notfæra sér tækifærið til hrekkjabragða eins og allir almennilegir prakkarar hefðu gert grenjaði hann víst mestallan tímann.
Hann læsti sig einu sinni inni á skrifstofunni minni í vinnunni þegar ég fór að ná mér í kaffi en þá vildi svo til að ég hafði gleymt að taka lyklana úr vasanum á úlpunni minni og gat náð í þá í fatahenginu og opnað. Hann er mikið fyrir að skella hurðum, blessaður.