Ég var að benda efnafræðistúdentinum á að hann væri eiginlega búinn að missa af lestinni ef hann ætlaði að koma mér fyrir kattarnef og hirða líftrygginguna mína, lækkunin á henni tók gildi frá og með áramótum. Reyndar fékk ég svo bréf frá Samlífi um gratís líftryggingarauka en þó ekki nándarnærri eins mikinn og gamla tryggingin var. Svo að ég er líklega hólpin.