Skyndilega rann upp fyrir mér að það voru náttúrlega eintómir alkóhólistar á þessu konukvöldi á Sommelier í gærkvöldi, samkvæmt alkaprófinu hjá SÁÁ sem barst hér í tal um daginn. Þarna var boðið upp á hvítvín í fordrykk og svo fjórar mismunandi tegundir af víni með matnum, alltsvo minnst fimm vínglös á mann, og ég sá ekki að ein einasta kona sofnaði fram á borðið. Þetta voru semsagt eintómir drykkjuboltar og áfengissjúklingar ef marka á prófið.
Að vísu voru einhverjar sem kláruðu ekki alveg úr öllum glösunum. Það eru líklega þær sem ekki eru komnar alveg yfir strikið. En ég var ekki í þeirra hópi.