Ég hafði auðvitað misskilið eitthvað - þetta var ekki beint vínkynning á Sommelier, heldur konukvöld. Sem var reyndar hið besta mál. Maturinn var alveg þokkalegur (einhver hefði samt átt að kveikja á því að þar sem 95% matargesta voru konur hefði verið góð hugmynd að vera með minna kjöt og meira meðlæti - þótt ég geti útaffyrirsig borðað töluvert af kjöti næstum eintómt á það ekki við um allar konur), vínin flest ljómandi góð og félagsskapurinn afbragðsgóður. Þannig að þetta var nokkuð gott kvöld.
Það eftirminnilegasta: Chilikrydduðu sykurpúðarnir.
Sirrý (með Fólki, eða öfugt) var á staðnum með myndavél. Ég vona að ég hafi sloppið.