Mig vantar svona. Ég þoli ekki fólk sem notar fyrsta tækifæri í þröngum flugvélum til að halla sætinu sínu eins langt aftur og kostur er, án þess að hugsa nokkuð um farþegann sem situr fyrir aftan. Mér finnst það skelfilega tillitslaust og dettur aldrei í hug að halla mínu sæti aftur. En einhvern veginn er það samt svo að sá sem sest fyrir framan mig keyrir alltaf sætisbakið kyrfilega aftur á bak, nánast upp í andlitið á mér. Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar setið í flugvél þar sem bara ein manneskja í næstu 4-5 sætaröðum hallaði sætinu sínu svona aftur og það var einmitt sú sem sat fyrir framan mig. Þegar ég var að fljúga með Boltastelpunni til Ítalíu í fyrra stóð einmitt svona á; flugvélin ekki fyrr komin á loft en sá sem sat fyrir framan mig hallaði sætisbakinu eins langt aftur og það komst. Enginn annar gerði það. Þegar við fórum á klósettið notað ég tækifærið og fékk Boltastelpuna til að skipta um sæti við mig, þar sem hún þarf mun minna pláss en ég. Viti menn: Við vorum varla fyrr sestar en konan sem nú sat fyrir framan mig ákvað að nú væri komið að henni að halla sér. Urr.