Núna er verið að rífast og rökræða um klám og vændi út um allt. Ég hef svosem skoðun á hvorutveggja en ég hef lýst skoðunum mínum áður og þær hafa ekkert breyst; það má finna þetta hér og hér.
Annars las ég þar einhvers staðar á dögunum að enga litla stelpu dreymdi um að verða vændiskona þegar hún yrði stór. Það er ekki alveg rétt, ég man glöggt að þegar ég var svona níu ára var ég harðákveðin í að verða annaðhvort gleðikona í Hamborg eða betlari í París. Ég var sérlega hrifin af undirheimum stórborga á þeim árum, hafði kannski lesið of mikið af Angelique í Vikunni eða eitthvað. (Svo komst ég að því í hverju starf gleðikvenna fólst og þá runnu á mig tvær grímur.)