Var ekki eitthvað búið að tala um að það yrði ekki nokkur maður á ferli á meðan þessi leikur stendur? Ég var að koma úr bænum og gat ekki séð að það væru neitt færri en vanalega á götunum og inni í búðum. Kannski allt eintómir túristar.
Ég kom við í Kolaportinu (þar var heldur ekkert færra fólk en vanalega) og keypti þar Matreiðslubók Náttúrulækningafélagsins frá 1952 á 80 krónur. Í inngangi uppskriftakaflans segir: ,,Í uppskriftum þessum er hvergi gert ráð fyrir salti, pipar, ediki eða öðru óhollu kryddi." Ég vissi alveg að það væri einhver ástæða til þess að mér datt aldrei í hug að gerast grænmetisæta hér áður fyrr. Núna gæti ég vel hugsað mér það.
Önnur tilvitnun í bókina:
,,Enda telja margir mætir menn matreiðslubækur óþörfustu og hættulegustu bókmenntir síðari tíma ...
So lange währt der Menscheit Harm
so lange wird das Menschen noch gekränkt,
bis einst das letze Kochbuch hängt
im letzen Koches Darm."
Jahá.