(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

11.10.03

Kjöt af fullorðnum kindum getur verið afbragðsmatur, ekki síður en lambakjöt; það er bragðmeira og getur vel verið næstum eins meyrt. Og svo er það ódýrara. Ég kaupi oft kindakjöt í Nóatúni, t.d. kindafillet, lundir eða innralærvöðva. Lærvöðvann ofnsteiki ég oftast heilan. Kjötið þarf ekki svo langan tíma en það er lykilatriði að láta það standa eftir að það er tekið úr ofninum. Með þessu hafði ég nýjar litlar kartöflur, soðnar og síðan steiktar í ólífuolíu með hvítlauk og rósmaríni.

Það má auðvitað nota lambainnralæri í þetta líka.

Kindalærvöðvi með tómötum

800 g kindainnralærvöðvi (2 bitar)
2 tsk ítölsk kryddjurtablanda (eða herbes de provence)
chilipipar á hnífsoddi
nýmalaður pipar
salt
ólífuolía
8 tómatar, vel þroskaðir


Ofninn hitaður í 215°C. Kryddinu blandað saman og u.þ.b. helmingi af blöndunni núið inn í kjötið. Dálítilli ólífuolíu hellt í eldfast fat og kjötbitarnir settir í það. Tómatarnir skornir í helminga og raðað í kringum kjötið með skurðflötinn upp. Afganginum af kryddinu stráð yfir og dálítilli ólífuolíu ýrt yfir allt saman. Sett í ofninn og steikt í 25-30 mínútur. Þá er fatið tekið út, álpappír breiddur yfir og kjötið látið standa í um 10 mínútur áður en það er skorið í þunnar sneiðar á ská og borið fram með tómötunum.

Steiktar kartöflur með rósmaríni og hvítlauk

6-800 g kartöflusmælki
1 rósmaríngrein
1-2 hvítlauksgeirar
2 msk ólífuolía
nýmalaður pipar
salt


Kartöflurnar soðnar þar til þær eru rétt tæplega meyrar og síðan er vatninu hellt af þeim. Rósmarínið saxað og hvítlauksgeirarnir marðir með flötu hnífsblaði. Olían hituð á pönnu, kartöflurnar settar á hana ásamt rósmaríni, hvítlauk, pipar og salti og steiktar við nokkuð góðan hita í 5-7 mínútur, eða þar til þær eru farnar að brúnast. Pannan hrist oft eða hrært í kartöflunum.

|