Sauðargæran fór á leikskólann í dag í fyrsta skipti eftir hálskirtlatökuna á þriðjudaginn og heilahristinginn á laugardaginn. Ég hef grun um að hann ætli að verða eins og móðir hans, sem lá við að ætti fastan bás á slysadeildinni öll sín bernskuár og þurfti þangað einu sinni tvisvar sama daginn, og afi hans refaskyttan, sem var víst álíka hrakfallabálkur.
Efnafræðistúdentinn var aftur á móti eitthvert hrakfallalausasta barn sem ég hef vitað. Ég man eftir að hafa farið með hann í eitt skipti á slysadeild til að láta taka eitt spor í hnakkann á honum. Annars held ég að hann hafi aldrei þangað komið.